Barna ljósmyndun - Þrjú lykilatriði

Mig langar að segja aðeins frá þremur lykilatriðum í minni nálgun að barna ljósmyndun. Þetta ætti að gefa innsýn inn í hverju má búast við ef komið er í myndatöku til mín, og líka gefa góð ráð almennt ef þú ert að fara að taka myndir af börnum.

Sýna einlægan áhuga og spjalla

Börn eru með skemmtilegri karakterum sem ég hitti. Þau eru svo áhugaverð, og eru oft að pæla í alskonar skemmtilegum hlutum. Mér þykir mjög gaman að spjalla við þau og spyrja þau um hvað þau hafa áhuga á hverju sinni.

Þetta hjálpar mér líka í myndatökum, því það að sýna einlægan áhuga skapar tengingu við barnið sem sést skírt á myndunum. Þetta hjálpar líka til við að róa þau, byggja upp traust, sérstaklega ef þau eru mjög feimin eða mjög orkumikil og á mikilli ferð. Þá á ég mjög auðvelt með að fá þau í lið með mér, og taka virkan þátt í myndatökunni.

20200601-145142.jpg

Stýra tökunni og leiðbeina

Ég bið börn ekki um að brosa, ég reyni frekar að nota húmor til að fá fram náttúrulegt bros. Það er mjög mikill munur á einlægu brosi og “myndavéla” brosi. Svo finnst mér líka mjög fallegar myndir þar sem þau eru ekki brosandi.

Það er gott að biðja þau um að gera eitthvað ákveðið, sitja eða liggja á ákveðnum stað, en síðan halda spjallinu áfram.

Síðan er mikilvægt að ljósmyndarinn sé við stjórnina, og fái svo aðstoð frá foreldrum eftir þörfum. Það ruglar bara börnin ef það eru margir að tala við þau í einu. Einnig er mikilvægt að við fullorðna fólkið höldum ró okkar, séum ekki með of mikil læti til að ná athyglinni og búum til afslappaðar aðstæður fyrir barnið.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík_barnamyndataka.jpg

Mjúk & náttúruleg birta

Birtan hjá mér er mjúk, og myndirnar bjartar. Í stúdíóinu hef ég fulla stjórn á birtunni með einu ljósi og endurkast veggjum. Einstaka sinnum tek ég líka myndir úti með náttúrulegri birtu, til dæmis af systkinum í haustlinutnum. Fókusin vil ég hafa mjög þröngan, þannig að bakgrunnurinn renni út og sé óskýr og fallegur.

20191006-152112-2.jpg

Á þessum síðustu og verstu tímum Covid-19, skiptir svo auðvitað máli að hafa sóttvarnir á hreinu. Það er hægt í stúdíóinu, þar sem ég fæ bara aðeins meiri aðstoð forelranna við uppstillingu og annað sem þarf á nánd við barnið að halda. Aðgengi að handþvotti, handspritti og andlitsgrímum einnig á staðnum.

Mér þykir ótrúlega gaman að taka myndir af börnum, og hef gott lag á að skapa tengingu við þau. Sjá má fleiri myndir hér.

 
Previous
Previous

Förðun og klæðnaður fyrir portrett myndatöku

Next
Next

Af hverju er portrett ljósmyndun ástríðan mín?