Förðun og klæðnaður fyrir portrett myndatöku

Hér eru leiðbeiningar um hvernig best er að hafa sig til fyrir portrett myndatöku (e. professional headshot)

Förðun

Farðaðu þig næst því sem þú gerir dags daglega,  eins og þú værir að fara að halda fyrirlestur, en ekki jafn mikið og ef þú færir að fara fínt út, eins og á árshátíð.

  • Mild förðun sem minnkar glans á enni, nefi og höku.

  • Gott að skerpa á augum með blýanti og maskara.

  • Miða við dagsdaglega förðun frekar en hátíðlega.

  • Smá lit eða glans á varir til að draga þær fram.

Taka með: Taka með púður og varalit/gloss til að bæta á ef þarf.

Þórdís Reynis Portrett Ljósmyndari í Reykjavík.jpg

Hár

Slegið hár er gott að hafa bara yfir eina öxl til að létta á myndinni.

Hár sem standa út í loftið eiga það til að sjást. Settu efni í hárið sem heldur þeim í skefjum.

Karlar setja gel í hárið og fá smá púður ef þarf að dempa glans í andliti.

Taka með: Gott að taka olíu eða annað efni með til að ná hárum niður í myndatökunni.

Þórdís Reynis Portrett Ljósmyndari í Reykjavík.jpg

Klæðnaður og skart

Það sem skiptir máli er að klæðnaður styðji við, en taki ekki athyglina frá andlitinu þínu. Fyrir faglegar portrettmyndir eru þetta mínar ráðleggingar:

  • Einlit & stílhrein skyrta/blússa. Ljósir litir koma vel út, sem og hvítt og svart.

  • Mynstur og skærir litir draga athygli frá andliti. Þetta á líka við um blúndur, sem eru mjög áberandi. Forðist þennan klæðnað.

  • Einlitir jakkar án mynsturs geta líka virkað yfir.

  • Látlausir skartgripir eins og litlir eyrnalokkar og gull hálsmen. 

  • Muna að strauja eða gufa fötin fyrir myndatökuna.

Taka með: Skyrtu/blússu til skiptana, til dæmis ljósan lit og dekkri.

Þórdís Reynis Portrett Ljósmyndari í Reykjavík.jpg
 

Þetta eru mín helstu ráð varðandi klæðnað og undirbúning fyrir portrett myndatöku. Vonandi nýtist þér það vel.

 
Previous
Previous

Taktu betri mynd á stóru myndavélina þína - 3 lykilatriði

Next
Next

Barna ljósmyndun - Þrjú lykilatriði