Ungbarna ljósmyndun - Mín nálgun

Það eru margskonar nálganir að ungbarna myndatökum. Sú sem ég aðhyllist er einföld, stílhrein og björt. Ég skilgreini ungabörn frekar vítt, frá nokkura vikna og fram yfir eins árs. Mér þykir einginn tími endilega betri en annar til að taka mynd af ungabarni, og aldrei of seint að fara í myndatöku.

20190915-133040.jpg

Einfaldleiki & hreinn stíll

Minn stíll er mjög einfaldur og hreinn. Ég stilli börnum mjög takmarkað upp og nota lítið aukahluti. Mér þykir fallegarst þegar þau eru bara ber á bleyjnnni að horfa í myndavélina. Bakgrunnurinn í stúdíóinu hjá mér er hvítur, og er ég með bedda með hvítri ábreiðu þar sem gott er að leggja barnið í náttúrulega stöðu.

20200301-114120-2.jpg

Nánd & tenging

Mestu finnst mér skipta að ná tengingu við krílið og reyna að fá fallegan glampa í augu. Ég aðhyllist nærmyndir, þar sem aðeins andlitið er í fókus og síðan fjarar hann út. Ef að fleiri eru á myndinni þá vil ég ná fram tengingu milli ungabarnsins og síðan foreldris eða systkinis.

Til að ná tengingu skiptir máli að sýna þeim áhuga og að eiga samskipti við þau á þeirra forsendum. Hvort sem barnið er nokkura vikna eða margra mánaða, er alltaf hægt að finna leið til að ná tengslum, með tali eða bara augnsambandi.

Mjúk & björt birta

Birtan hjá mér er mjúk, og myndirnar bjartar. Í stúdíóinu hef ég fulla stjórn á birtunni með einu ljósi og endurkast veggjum. Einstaka sinnum tek ég líka myndir með náttúrulegri birtu, til dæmis í heimahúsum. Þá vil ég vera á björtum stað við glugga og nýti endurkast til að jafna birtuna.

20180727-153246-2.jpg

Á þessum síðustu og verstu tímum Covid-19, skiptir svo auðvitað máli að hafa sóttvarnir á hreinu. Það er hægt í stúdíóinu, þar sem ég fæ bara aðeins meiri aðstoð forelranna við uppstillingu og annað sem þarf á nánd við barnið að halda. Aðgengi að handþvotti, handspritti og andlitsgrímum einnig á staðnum og sameiginlegri snertifletir sótthreinsaðir fyrir hverja töku.

Mér þykir ótrúlega gaman að taka myndir af krílum, og hef gott lag á að skapa tengingu við þau. Sjá má fleiri myndir hér.

Previous
Previous

Af hverju er portrett ljósmyndun ástríðan mín?

Next
Next

Góð ljósmynd á ferilskrá - Þrjú lykilatriði