Góð ljósmynd á ferilskrá - Þrjú lykilatriði

Fólk sem kemur til mín, hefur stundum slæma reynslu af fyrri starfsmanna- eða passamyndatökum. Myndirnar báru þess merki, að þeim þætti þetta allt saman mjög óþæginlegt, að mjög fáar myndir hafi verið teknar og þetta tekið fljótt af. Sjálf vinn ég í stóru fyrirtæki á Íslandi þar sem mörg hafa komið sérstaklega til mín og beðið mig að taka nýja mynd af sér þar sem sú sem tekin er af þeim á fyrsta degi lýsir þeim ekki nógu vel.

Það eru þrjú atriði sem ég tel að skipti miklu máli þegar kemur að portrett myndatökum, hvort sem það er fyrir ferilskrá, CV, fréttatilkynningar, fermingar eða annað.

Tenging

Það skiptir öllu máli að ljósmyndarinn tengist viðfangsefninu, kynnist persónunni sem stendur fyrir framan myndavélina. Þetta skiptir bæði máli til þess að fólki líði vel og sé afslappað og svo sést líka glögglega á myndum þegar tenging er til staðar. Það er einhver sérstakur glampi í augum og yfirvegun yfir myndunum. Einlægur áhugi og spjall þarf að eiga sér stað til þess að ná þessu fram. Léttleiki og húmor hjálpa alltaf til við þetta.

Afslappað andrúmsloft

Til að skapa afslappað andrúmsloft skiptir máli að gefa sér nægan tíma. Myndatakan þarf ekki að mjög langan tíma, en það þarf að vera rými til að prófa sig aðeins áfram og venjast því að standa fyrir framan myndavélina. Með því að skapa tengingu og búa til rólegt og afslappað andrúmsloft í myndatökunni, nást ennþá betri myndir fram. Ef fólki líður vel þá kemur það fram í myndunum.

Það sem ég geri oft, sérstaklega ef fólk hefur tekið fram að því þyki mjög óþæginlegt að fara í myndatökur, er að byrja á að taka nokkrar myndir og gefa fólki tækifæri á að skoða myndirnar. Oft kemur þá fram að fólk tekur eftir einhverju ákveðnu sem það vill leggja áherslu á eða breyta. Þegar næstu myndir eru teknar sést oft mikill munur. 

%C3%9Eo%CC%81rdi%CC%81sReynis_portrettljo%CC%81smyndari_reykjavi%CC%81k-012.jpg

Mjúk lýsing

Lýsing og eftirvinnsla er líka lykil að góðri mynd. Fyrir portrett myndir nota ég mjúka birtu. Til þess nota ég einn stóran ljósgjafa, og hvíta endurkast fleiti. Ég forðast harða birtu, og að hafa marga ljósgjafa. Með þessu næ ég fram stórum glampa í augum, og jafnri og fallegri lýsingu á andliti. 

Annað sem oft kemur illa út á myndum er litaleiðréttingin, eða vöntun á henni. Mikilvægt er að passa að myndirnar líti ekki of gular og heitar út, og vil ég heldur hafa þær í kaldari og blárri tónum.

Ef að þessi þrjú atriði eru til staðar ættu myndirnar að koma ljómandi vel út!

Previous
Previous

Ungbarna ljósmyndun - Mín nálgun