Náttúrulegar ungbarnamyndir í stúdíói

Nýburar og ungabörn eru það fallegasta sem til er. Þau eru fullkomin eins og þau eru og þess vegna aðhyllist ég einfaldar og náttúrulegar ungbarnamyndir.

Náttúruleg líkamsstaða

Mér þykir fallegast þegar börn liggja í sínum náttúrulegu stöðum. Það sem skiptir mestu máli er að þeim líði vel og séu örugg. Ungabörnin eru lögð niður á maga eða bak og einungis stillt upp þannig að birtan falli sem best á andlit þeirra.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík_ungbarnamyndataka.jpg

Það getur einnig verið fallegt, og róandi fyrir barnið, að reifa það í náttúrulegri stöðu.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík _ ungbarnamyndataka.jpg

“Náttúruleg” birta

Í stúdíóinu skapa ég náttúrulega birtu, sem lítur út eins og myndin sé tekin við glugga. Þessi birta er dreifð, með mjúkum skuggum og mjög falleg fyrir ungbarnamyndatökur. Fókusinn er líka þröngur sem gefur ennþá meiri mýkt.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík _ ungbarnamyndataka.jpg

Ef barnið er vakandi kemur stór og fallegur glampi í augun.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík _ ungbarnamyndataka.jpg
Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík _ ungbarnamyndataka.jpg

Engir aukahlutir

Hvítur bakgrunnur og undirlag er hlutlaust og hentar svona lýsingu vel. Það er mjög fallegt ef barnið er bara á hvítri bleyju, eða ljósum einlitum fötum. Mér þykja aukahlutir óþarfir í ungbarnamyndatökum, því þau eru svo falleg ein og sér.

Þessa tegund af ungbarnamyndatökum býð ég upp á í stúdíóinu mínu. Sjá nánar um ráðstafanir í Covid hér.

Þú getur tekið myndir með þessum hætti heima með náttúrulegri birtu frá glugga, til dæmis á rúmi í svefnherbergi. Það eru einnig góð ráð til að taka betri myndir af barninu þínu hér í þessu skjali:

Previous
Previous

Ungbarnamyndataka - Við hverju má búast og undirbúningur

Next
Next

Einfaldar & fallegar meðgöngumyndir - 6 góð ráð