Örugg myndataka í fjórðu bylgju Covid19

Þetta er víst ekki búið, og mikið talað um hvernig við ætlum að læra að lifa með veirunni. Þetta langvarandi ástand tekur á og er auðvelt að missa móðinn. Það sem hjálpar mér er að hugsa um það sem ég er þakklát fyrir þrátt fyrir allt og hugsa í lausnum.

Þórdís Reynis Ungbarnaljósmyndari Fjölskyldumyndataka.jpg

Hvað það er sem ég get gert í stöðunni og hvað er það sem skiptir fólki máli?

Lífið heldur áfram, börnin okkar stækka og við viljum halda áfram að skrásetja söguna okkar sem fjölskyldur. Því mun ég halda áfram að taka á móti fólki og bjóða upp á ungbarna og fjölskyldu portrett tökur, sérstaklega núna þegar líður að jólum.

Þórdís Reynis Ungbarnaljósmyndari Fjölskyldumyndataka.jpg

Ég veit líka hvaða ráðstafanir ég get tekið í stúdíóinu mínu, hverjar áhætturnar eru og gert mitt besta til að gera ráðstafanir til að takmarka þær. Því vil ég rifja upp og deila með ykkur þessum ráðstöfunum:

  1. Snertilaus myndataka

    Það eru sjálfvirkar hurðir við inngang, engir nauðsynlegir snertifletir og fletir sótthreinsað á milli viðskiptavina. Foreldrar stilla upp ungabörnunum eftir mínum leiðbeiningum, og því ekki þörf á að ég snerti þau.

  2. Gríman

    Ég verð með grímu í myndatökunni, og fullorðnir koma með grímu sem er svo tekin niður á meðan tökunni stendur. Sannarlega gerir þetta myndatökuna aðeins meira krefjandi og að ná tengslum við börn erfiðara, en í staðin treysti ég á aðstoð foreldranna við að ná athygli barnsins ef þess þarf.

  3. Tenging úr fjarlægð

    Það er hægt að halda 1-2m fjarlægð í stúdíóinu. Ég nota augnsamband og spjall til að ná tengingu við eldri börnin og fæ svo aðstoð foreldra til að ná og halda athygli þeirra.

    Ýmsar aðferðir henta mismunandi aldurshópum, úr þessari fjarlægð.

  4. Einstaklingsbundnar sóttvarnir

    Bið fólk að klára salernisferðir og handþvott heima fyrir tökuna. Sprittum svo vel í stúdíóinu.
    Ég þvæ mér sjálf um hendur og spritta reglulega. Þegar ég er ekki í stúdíóinu fer ég varlega og er almennt í heimavinnu þar til annað er öruggt.

  5. Frestum ef við finnum fyrir einkennum

    Tökum enga sénsa. Frestum myndatöku og finnum nýjan tíma ef eitthvert okkar finnur fyrir einkennum eða hefur mögulega verið útsett, og skellum okkur í skimun. Það er einnig ekkert staðfestingargjald hjá mér almennt, og því enginn sokkinn kostnaður ef ekki verður af myndatökunni. Við gerum þó okkar besta til að finna annan tíma. Sama gildir ef ég finn fyrir einkennum, þá hef ég strax samband og við gerum okkar ráðstafanir.

  6. Loftræsting & Tími

    Samkvæmt meðmælum WHO er öruggara að vera í úti eða í vel loftræstu rými. Stúdíóið mitt er í lokuðu rými, en ég hef fengið í gegn umbætur á stúdíóinu mínu og mun vera sett upp loftræstikerfi þar nú um miðjan ágúst.

    WHO bendir einnig á að betra sé að hitta fólk í styttri tíma, og því reynum við í sameiningu að nýta tímann vel. Þetta er líka skemmtilegra almennt að vera ekki of lengi að, en þetta getur verið erfiðara með mjög ung börn sem þurfa matarpásur, en við gerum okkar besta.

  7. Bólusetning

    Ég er sjálf fullbólusett með Phizer. Það er almennt æskilegt að fólk sem kemur í myndatöku sé búið að ljúka bólusetningu, en þar sem ég tek mikið á móti nýburum er skiljanlegt að barnshafandi eða nýjar mæður hafi ekki allar klárað bólusetningu, og sýni ég því fullan skilning.

Þórdís Reynis Ungbarnaljósmyndari Fjölskyldumyndataka.jpg

Á þessu síðasta eina og hálfa ári höfum við horfst í augu við það sem virkilega skiptir máli, sem er fjölskyldan og minningarnar. Það eru fullt af litlum krílum að fæðast núna og því enn mikilvægara að taka fallegar og góðar myndir til að deila með fjölskyldu og vinum, og eiga út ævina.

👉Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á messenger - sjá hnapp hér til hliðar.

Hlakka til að sjá ykkur og fjölskyldur ykkar í stúdíóinu í haust.

Previous
Previous

Skipulag örmyndatöku - stutt fjölskyldumyndataka fyrir jólin

Next
Next

Jóla hvað? Besti tími fyrir myndatökur í öruggum tíma fyrir jólin