Skipulag örmyndatöku - stutt fjölskyldumyndataka fyrir jólin
Á þetta við þig og þína fjölskyldu?
Vantar þig bara eina mynda á jólakortið?
Áttu eirðarlausa fjölskyldumeðlimi sem halda ekki út myndatöku í fullri legnd?
Ör-myndatökur eru aðeins haldnar einu sinni á ári, og í ár verða þær haldnar sunnudaginn 31. október. Myndatakan er stutt, skemmtileg, og hentar uppteknum fjölskylum sem vantar þessa einu mynd fyrir jólakortið, og/eða hentar síður að fara í myndatöku í fullri lengd.
Myndatakan er einnig síðasti séns til að panta prentvörur, og fá afhentar í öruggum tíma fyrir jólin.
Fjölskyldumyndataka á 15 mínútum
Ör-myndatakan er hugsuð fyrir fólk og fjölskyldur sem hentar ekki að mæta í myndatöku í fullri lengd. Sum okkar vantar bara eina fjölskyldumynd á jólakortið. Aðrar fjölskyldur vita að barn/börnin þeirra munu ekki hafa athygli eða þolinmæði til að vera í myndatöku sem gæti tekið allt að 1 klst.
Fjölskyldu og barnaljósmyndun á að vera fyrir okkur öll, og því býð ég upp á þessa einföldu töku einu sinni á ári.
Innifalið: Myndataka & Vefalbúm
Innifalið 15 mínútna myndataka, og ca 15 myndir í tímabundnu vefalbúmi til að skoða og velja úr. Athugið engar rafrænar myndir eru innifalnar, en hægt að bæta þeim við á hagstæðara verði en venjulega.
1 - Einstaklings myndir af börnum
Við byrjum á að taka einstaklings myndir af börnunum í fjölskyldunni, þannig hvert og eitt fái sína portrett mynd.
2 - Systkinamynd
Síðan tökum við myndir af öllum börnunum saman. Ef það er eitt barn í fjölskyldunni, þá höfum við meiri tíma til að taka einstaklingsmyndir og svo myndir með foreldrum.
3 - Fjölskyldumynd
Síðan bætum við foreldri/um við og tökum fjölskyldumynd. Þegar þar er komið þá erum við að nálgast 15 mínútna ramman.
Einfallt skipulag sem gerir myndatökuna þæginlega og skemmtilega - og mjög stutta :)
Þegar myndatakan er búin förum við yfir hvernið þið viljið fá myndirnar afhentar, rafrænt og/eða á prentformi.
Bættu við: Rafrænar myndir, jólakort og prentvörur á hagstæðara verði
Ef þú pantar og greiðir á staðnum fyrir rafrænar myndir og prentvörur, þá eru þær á mun hagstæðara verði en venjulega. Aðeins þennan eina dag, á staðnum, einu sinni á ári.
1 - Prentvörur og jólakort
Í ár hef ég bætt við nokkrum vörum, bæði veglegum ljósmyndabókum, og svo minni jólagjöfum og jólakortum. Það sem hægt er að bæta við:
Ljósmyndabók - 10/20 bls prentaðar á hágæða luster pappír (allar rafrænar myndir innifalnar í prentupplausn)
Ljósmynda möppur - 2-3 myndir á luster ljósmyndapappír, í kartoni og fallegri kápu
Harmonikkubækur - lítil bók með 10 myndum, prentuð á satín pappír. Tvær í pakka.
Jólakort - 3 myndir á jólakorti (framan aftan og inni í) með textanum “Gleðileg Jól” sem hægt er að skrifa í. Fjöldi 10,25 eða 50 stykki. Prentað á satín pappír.
Sjá fullt verð hér og athugið það verður afsláttur bara þennan eina dag.
2 - Rafrænar myndir í prentupplausn
Það verður líka hægt að kaupa rafrænar myndir í fullri prentupplausn. Hægt verður að kaupa 1, 5 eða allar myndir úr vefalbúmi (ca. 15stk).
Sjá fullt verð hér á rafrænum myndum og fjölda úr almennum myndatökum. Athugið það verður afsláttur bara þennan eina dag.
3 - Pöntun á staðnum
Eftir myndatökuna sjálfa verður fyllt út pöntun á staðnum og greitt fyrir vörurnar fyrirfram. Hagstætt verð er aðeins í boði þennan dag. Ef fólk vill bæta við pöntunina seinna, er það ekkert mál, en þá eru vörur á fullu verði.
4 - Val á myndum
Eftir myndatökuna og pöntunina fáið þið sent vefalbúm með myndunum, og hægt að skilgreina hvaða myndir verða notaðar fyrir hvaða prentvörur. Myndirnar eru síðan unnar, og afhentar rafrænt ásamt því að prentvörur eru sendar í framleiðslu.
Í vefalbúminu verður líka hægt að panta almenn minni prent, og fást þau send beint heim.
5 - Afhending
Afhending á prentvörum fer svo fram ákveðina daga í Nóvember/Desember, og hægt að sækja vörurnar í stúdíóið. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Hvenæer er venjuleg myndataka betri kostur?
Myndatakan er aðeins 15 mínútur og hentar því síður fyrir:
Nýbura og mjög ung börn á fyrsta ári, því þau þurfa meiri ró og næði.
Mjög feimin börn, sem gæti tekið tíma fyrir ljósmynara að ná til, og foreldri að hughreysta.
Þegar þið viljið geta skipt um föt, og prufað fleiri uppstillingar, og vera í rólegheitum.
Ef 31. október hentar ekki - Myndatakan fer aðeins fram þennan dag, og ekki er hægt að endurbóka á öðrum tíma, því þá gildir önnur verðskrá.
Algengar spurningar (FAQ):
Fæst staðfestingargjaldið endurgreitt? - Nei. Einu skiptin sem ég tek staðfestingargjald fyrir bókun, er fyrir örmyndatökur. Það er vegna þess að þetta er sérstakur viðburður, og takmarkað framboð af plássum.
Fylgja myndir með í grunnverðinu? - Nei. Það er svo fjölbreytt hvað fólk vill fá af fjölda rafrænna mynda, vörum og prenti, að það er einfaldast að greiða fyrir myndatökuna sjálfa sér, og bæta svo við því sem þú vilt. Ef þú ert að leita að einni rafrænni mynd í prentupplausn er verðið ennþá hagstætt og viðráðanlegt.
Get ég endurbókað og fært bókunina mína á annan dag? - Nei. Þessi tegund myndatöku er aðeins haldin þennan eina dag, stutt og hagstæð. Hagstæðara verð gengur bara upp fyrir ljósmyndarann því það koma margar fjölskyldur hver á eftir annari þennan eina dag. Ef eitthvað kemur upp og þú kemst ekki þá getur þú haft samband og bókað myndatöku í fullri lengd, á almennu verði.
Get ég pantað fleiri vörur/prent eftir myndatökuna? - Já, það er ekkert mál. En þá gildir almenn verðskrá. Tilboðsverð gilda aðeins ef pantað er og greitt á staðnum eftir myndatökuna.
Getum við skipt um föt í myndatökunni? - Nei, ég mæli ekki með því. Best er að vera tilbúin í þeim fötum sem þið ætlið að vera í á myndunum, því takan er bara 15 mínútur og fljót að líða.