Jóla hvað? Besti tími fyrir myndatökur í öruggum tíma fyrir jólin

Jólin og allt sem því fylgir að undirbúa þau á það til að vera álag á fjölskyldur. Og af hverju er ég að minna þig á það núna, í Júlí? Því það er styttra en við höldum til Jóla, og miklu skemmtilegra ef við getum minnkað jóla-stressið saman.

Almennt er allur tími ársins góður til að fara í myndatöku, sérstaklega með nýfædd börn og fjölskyldur þeirra. Ef fólk hefur í huga að prenta og gefa myndirnar fyrir jólin þarf þó að passa upp á að það gerist í góðum tíma, til þess að ljósmyndari nái að vinna úr myndunum, prenta og annað sem því fylgir.

Öruggur tími - september til miðjan október

Þegar kemur að því að fara í myndatöku fyrir jólin, er í raun september er besti tíminn. Lok október er svo síðasti séns til að vera örugg að ná að panta og fá myndir úr prentun í tæka tíð. Þá er hægt og vera ennþá í rólegheitum að pakka myndunum inn og póstleggja jólakortin.

Mælt er með að bóka myndatöku með góðum fyrirvara, því það eru til dæmis bara fjórar helgar í september.

Ljósmyndir eru fallegar gjafir

Myndir af fjölskyldunni og systkinum geta verið mjög fallegar jólagjafir fyrir afa og ömmur. Það getur líka verið mjög gaman að senda kort, þó það sé á undanhaldi hjá mörgum. Það er sérstaklega gaman að senda kort með mynd ef að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst við á árinu, og fólk hefur ekki hitst lengi til dæmis vegna Covid.

Ljósmyndabók - Vegleg jólagjöf

Bækurnar eru vegleg og falleg gjöf, þar sem við getum gefið margar myndir í einni gjöf. Þetta getur hentað fyrir allar fjölskyldur, en sérstaklega smærri fjölskyldur, fyrstu börn, eða fjölskyldur sem búa erlendis eða langt frá hvert öðru.

Veggmyndir og myndir í ramma

Myndir í ramma eru líka klassísk gjöf sem lifir lengi, hvort sem er í hilluna hjá afa og ömmu eða uppi á vegg. Það getur líka verið gaman að láta prenta ljósmyndavörur, til dæmis álplötur eða akríl plötur. Þá er enginn rammi og gler fyrir, myndin nýtur sín enn betur.

Þegar við prentum myndir til að setja upp á vegg, hvort sem er fyrir okkur sjálf eða sem gjöf, þá er myndin fyrir augunum á heimilinu, vekur upp fallegar minningar, og sýnir okkur hvað fjölskyldan vex og dafnar. Þannig lifir myndin lengur og verður verðmætari fyrir okkur og okkar nánustu.

Jólakort með mynd - Að prenta eða ekki prenta?

Það getur verið gaman að setja myndirnar með kveðju beint á samfélagsmiðla og ná til sem flestra þannig. En fyrir fólkið sem er okkur næst, sem þykir mest vænt um okkur, mæli ég með að útbúa jólakort með mynd. Hvort sem er rafrænt eða í prenti, eru jólakort tilvalið tilefni til að skrásetja fjölskylduna árlega, og fara í myndatöku.

Þórdís Reynis ljósmyndari reykjavík systkini.jpg

Til að bóka myndatöku getur þú smellt á hnappinn hér fyrir neðan, skoðað verðskránna og séð hvað er laust í september og október.

Previous
Previous

Örugg myndataka í fjórðu bylgju Covid19

Next
Next

Ungbarnamyndir með allri fjölskyldunni