Verðskrá & Bókun

Fagleg Portrett

Þórdís sérhæfir sig í faglegum portrett myndum fyrir ferilskrár. Myndatakan er fyrir eina manneskju.

Myndatökugjald

27.900 kr

Innifalið eru ca. 15 myndir í vefalbúmi til að skoða og velja úr. Sjá verð fyrir afhendingu á rafrænum myndum hér fyrir neðan.

Sjá leiðbeiningar um undirbúning hér.

Rafrænar myndir

6.900 kr - 1 mynd að eigin vali

16.900 kr - 5 myndir að eigin vali

30.900 kr - Allar myndir úr vef albúminu

Rafrænar myndir eru afhentar á jpeg formi í vef og prentupplausn.

Fyrirtæki / Félög

Sendu fyrirspurn og fáðu tilboð í myndir af starfsfólki eða öðrum hópum.

Ungbarna & Fjölskyldu Portrett

Myndatakan hentar fjölskyldum sem vilja mynda ungabarn eitt, með systkinum og svo með foreldrum. Myndatakan er fyrir allt að 5 fjölskyldumeðlimi. Þessi tegund myndatöku hentar einnig fyrir meðgöngu og fjölskyldur með eldri börn.

Myndatökugjald

44.900 kr - (aðeins myndatakan sjálf)

Innifalið eru ca. 25 myndir í vefalbúmi til að skoða og panta úr.
Sjá verð fyrir hér fyrir neðan á ljósmyndabókum, prentun og afhendingu á rafrænum myndum.

Sjá hér við hverju má búast og leiðbeiningar um undirbúning.

Fyrsta árið pakkar:

79.900 kr - 2 myndatökur

119.900 kr - 3 myndatökur

Þetta er hentugt fyrir fyrsta ár barnsins, meðganga, nýburamynd og/eða svo önnur myndataka á einhverjum tímapunkti fram að eins árs afmæli.

Rafrænar myndir

Rafrænar myndir eru keyptar eftir myndatökuna, til viðbótar við myndatökugjald. Rafrænar myndir eru valdar af viðskiptavini úr vefalbúmi. Miðað við ca. 25 myndir séu í vefalbúmi.

5 myndir - 16.900 kr

15 myndir - 27.900 kr

Allar myndir - 37.900 kr

Rafrænar myndir eru afhentar á jpeg formi í prentupplausn fyrir allt að 30x45cm. Afhent rafrænt með niðurhalshlekk.

Athugið:
Fólki er velkomið að prenta myndirnar sjálf, en þurfa að vera meðvituð um að ekki er hægt að tryggja litaleiðréttingu eða að gæði myndana komi rétt fram þegar prentað er hjá ótengdum þriðja aðila.

Ljósmyndabók

Hágæða ljósmynda bók til að fletta um ókomna framtíð.
Falleg á kaffiborðinu eða sem vegleg gjöf.

25 x 25 cm - 64.900 kr

  • 20 bls bók (10 opnur) og hægt að bæta við opnum

  • Þykkar síður, matt prent og fallegt bókband

  • Léreft áklæði og hægt er að merkja bækurnar með gyllingu

Allar rafrænar myndir fylgja með í prentupplausn.

Auka bækur

Minni útgáfa af sömu bók fyrir afa og ömmur:

20x20 - 26.900 kr

25x25 - 34.900 kr