Ljósmyndir í jólapakkann
Það er svo margt sem hægt er að gera með ljósmyndirnar okkar umfram að fá þær á rafrænu formi og deila þeim á samfélagsmiðlum. Falleg prent og prentvörur eru frábær leið til þess, bæði fyrir okkur og sem gjafir til okkar nánustu.
Í ár (2022) hef ég endurnýjað vörulistann minn og vefverslun viðskiptavina. Mig langar að kynna nokkrar af fallegu prentvörunum sem ég mun bjóða upp á fyrir jólin 2022. Ég hef fundið prentsmiðju með ótrúlega fallegum og vönduðum prentum og vörum, og það sem skiptir mig ekki síður máli er hvað það er auðvelt að sérsníða vörurnar að þér, og afhendingin er beint til viðskiptavinar með nýju notendaviðmóti.
Hér koma nokkrar hugmyndir að því hvernig þú getur glatt fólkið þitt um jólin, eða við önnur tækifæri.
Jólakort / Tækifæriskort
Einföld leiðl til að deila myndum með fólkinu þínu er gamla góða jólakortið. Það getur verið gefandi þakklætisæfing að setjast niður og skrifa til þeirra sem okkur þykir vænt um að árinu loknu, og deila með þeim fallegum myndum af börnunum okkar og fjölskyldu í leiðinni.
Jólakortin eru stílhrein og með fallegri mattri áferð. Það er hægt að velja úr fjölda sniðmáta, og skrifa sinn eiginn texta framan á kortið. Það eru 24 kort í pakka og fylgja umslög með.
Hægt er að velja um flatt póstkort eða sambrotið kort, og stærðirnar eru 13x13 cm eða 13x18 cm.
Sjá nánar verð hér.
Almanak 2023
Með því að gefa almanak, gefur þú fleiri myndir og fólk getur notið þeirra allt næstkomandi ár. Almanakið er prentað á þykkan mattan pappír, og er fest saman með fallegri klemmu. Hægt er að velja um nokkrur sniðmát og raða sjálf upp myndunum á mánuðina.
Almanak með klemmu kemur í tveimur stærðum 15x23 cm og 20x30 cm. Einnig er möguleiki að fá 15x23 kort á viðarstandi.
Sjá nánar verð hér.
Ljósmyndabók
Veglegasta gjöfin er svo nýja ljósmyndabókin. Hún er með fallegu flötu bókbandi (layflat), þykkum blaðsíðum, stíhreinni léreftskápu og möttu prenti. Bókin kemur í þremur stærðum 20x20, 25x25 og 30x30 cm. Hún er alltaf 20 bls, en hægt að bæta við síðum upp í samtals 80. Sjá nánar verð hér.
Í notendaviðmótinu getur þú raðað bókinni þinni upp og auðveldlega bætt við viðbótar blaðsíðum - eða fengið tillögu að uppsetningu frá ljósmyndara. Hægt er að velja um nokkra liti á kápuna og merkja hana með gyllingu.
Athugið: Því miður er ekki hægt að bjóða upp á íslenska stafi í viðmótinu að svo stöddu. Á móti kemur að vegna þess hve straumlínulagað hönnunar- og pöntunarferlið er er hægt að bjóða upp á þessar veglegu bækur á hagstæðara verði.
Myndir í hillu eða á vegg
Klassísk ljósmyndaprent til að setja í ramma eru í boði í fjölbreyttum stærðum frá 10x15 cm upp í 60x90 cm. Þessi prent eru í boði í bæði mattri og semi-glans áferð. Hágæða, endingargott prent.
Ég bíð líka upp á Gallery plötur í nokkrum stærðum, þar sem myndin kemur á harðri pappaplötu. Þessar plötur geta verið fallegar einar og sér í hillu, eða settar í sérsniðinn ramma (t.d. án glers).
Einnig er mögulegt að panta innrömmun, málm- og strigaprent í fjölbreyttum stærðum frá sömu prentsmiðju.
Þetta eru frábærar leiðir til að búa til og deila fallegum minningum af fjölskyldunni okkar með þeim sem okkur þykir vænt um. Alltaf velkomið að senda mér línu ef einhverjar spurningar vakna.
Ef þú hefur núþegar komið í myndatöku hjá mér endilega hafðu samband og ég sendi þér uppfærða myndasíðu með möguleika á að panta þessar nýju vörur.